Fara á efnissvæði
23. september 2023

Sævar Helgi: Þurfum að taka ákvarðanir með börnin okkar í huga

Sævari Helga Bragasyni jarðfræðingi bárust morðhótanir eftir að hann lagði til bann við almennri notkun á flugeldum út af reyk- og rykmengun, sóðaskapar á hávaðamengunum fyrir áramótin 2018. Hann hvatti til þess og sagði umhverfissjónarmið verða að vega þyngra en skemmtanagildið sem felst í því að sprengja flugelda. 

Hótanirnar fékk hann sendar auk þess sem fólk hótaði honum meiðingum í athugasemdakerfum fjölmiðla.

Þetta sjónarmið sitt og hótanirnar fjallaði Sævar Helgi meðal annars í erindi sínu um umhverfis- og loftslagsmál á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, sem nú fer fram í Skólabúðum UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði um helgina. Um 70 þátttakendur á aldrinum 14 – 24 ára eru á ráðstefnunni af öllu landinu. Sævar hélt þar erindi í dag ásamt því að stýra málstofum með Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, sérfræðingi  Umhverfisstofunar á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis. 

Ráðstefnan hófst í gær, málstofur og erindi verða í dag ásamt ýmsum tengslaviðburðum. Á morgun mun sveitarstjórnarfólk og stjórnmálafólk taka þátt í kaffihúsaumræðum þar sem þátttakendur ræða við þau um málefni umhverfis- og loftslagsmála.

Þurfum að hugsa fyrir barnabörnin okkar

Í erindinu fræddi Sævar Helgi ráðstefnugesti á aldrinum 15 – 24 ára um sjálfbærni, hringrásarhagkerfið og mikilvægi þess að taka ákvarðanir sem hafi góð áhrif á umhverfið. Hann spurði meðal annars hvort ákvarðanir ráðstefnugesta og mannfólksins myndi breytast ef hugsað væri alla daga með hagsmuni barna og barnabarna. Með það í huga myndum við hugsa öðruvísi, að hans mati.

„25% af öllu lífi á jörðinni er í útrýmingjarhættu vegna þess hverning ein dýrategund er að fara með jörðina, þessi dýrategund er við,‟ sagði Sævar og benti á ýmsar neikvæðar afleiðingar af veðurfarsbreytingum sem mengun valdi. Þar á meðal er hækkandi sjávarmál, sterkari lægðir og tíðar flóð. 

Hægt að afneita eðlisfræði

Margar fleiri neikvæðar vísbendingar eru sjáanlegar sýna sem að mannfólkið þarf að gera betur, að sögn Sævars, sem benti á að enn séu einhverjir til sem afneiti hlýnun jarðar. 

„Þeir sem gera að eru að afneita eðlisfræði. Allir hitamælar jarðar sýna nefnilega þessa þróun,‟ sagði hann og benti á að mælingar sýni auknar veðuröfgar og öflugri hitabylgjur auk súrara hafs og fleiri þátta. Þessi þróun hefur áhrif á fólk, ekki síst börn og rýrir lífsgæði fólks.

„Við þurfum ekki að vera með samviskubit alla daga. En við þurfum að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda og þurfum að vera vakandi fyrir því og grípa í taumana. Það hafi verið gert áður með góðum árangri. Við þurfum að vernda ákveðin vistkerfi og passa jarðveginn. Enginn segir að þetta verði auðvelt, en við erum með fullt af vandamálum sem við þurfum að leysa. Það mikilvægasta sem þú gerir í umhverfismálum er að fræðast, fræða aðra, vera fyrirmynd og láta í þér heyra og kjósa,‟ sagði hann. 

Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. 


Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Styrktaraðili ráðstefnunnar er Erasmus+