Fara á efnissvæði

23. október 2023

Rakel og Ásgeir ný inn í stjórn UMFÍ

Rakel Másdóttir og Ásgeir Sveinsson komu ný inn í varastjórn UMFÍ á sambandsþingi um helgina. Þau koma í stað þeirra Gissurar Jónssonar og Lárusar B. Lárussonar sem gáfu ekki kost á sér áfram.

Eftir stjórnarkjörið er stjórnin óbreytt að undanskildum þeim sem gáfu ekki kost á sér áfram og þeim sem náðu inn. Jóhann Steinar Ingimundarson var sjálfkjörinn formaður næstu tvö árin. 

 

Önnur í aðalstjórn eru eftirfarandi:

Gunnar Þór Gestsson

Málfríður Sigurhansdóttir

Gunnar Gunnarsson

Ragnheiður Högnadóttir

Guðmundur G. Sigurbergsson

Sigurður Óskar Jónsson

 

Varastjórn: 

Guðmunda Ólafsdóttir

Rakel Másdóttir

Ásgeir Sveinsson

Hallbera Eiríksdóttir

 

Rakel situr í varastjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og er deildarstjóri hjá Gerplu. Ásgeir er sauðfjárbóndi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka á vestfjörðum.

Á myndina hér að ofan vantar aðeins Hallberu Eiríksdóttur.