Fara á efnissvæði
04. júlí 2017

Nám í HR fyrir stjórnendur í félagasamtökum

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík (HR) og Almannaheill – samtök þriðja geirans – bjóða í haust og fram yfir áramótin 2018 upp á nýja námslínu í skólanum sem byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum úr þriðja geiranum, það er félagasamtökum og sjálfseignastofnunum.

Námið hentar stjórnendum félaga- og sjálfseignastofnana, bæði nýjum stjórnendum og reynslumeiri.

Á vefsíðu HR segir um námskeiðið að áhersla verði lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskoranir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumarkaði standa frammi fyrir.

Að námslínunni koma margir af færustu sérfræðingum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst auk samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði.

Námskeiðið samanstendur eftirfarandi námslotum sem hver um sig eru 8 klukkustundir:

- Frjáls félagasamtök og réttarumhverfi
- Forysta og stjórnun í þriðja geiranum
- Stefnumótun almannaheillasamtaka
- Mannauðsstjórnun og stjórnun sjálfboðaliða almannaheillasamtaka
- Fjármálastjórnun, fjáraflanir og samningatækni
- Hagnýt verkefna- og viðburðastjórnun
- Markaðssetning og samfélagsmiðlar

Námið hefst 17. október næstkomandi og lýkur því 23. janúar 2018.

Námslínan verður kennd á þriðjudögum frá 09:00-17:00. Hún hefst 17. október og lýkur 23. janúar.

Lengd: 56 klst. (7x8 klst.).

Ítarlegri upplýsingar um námslínuna.