Fara á efnissvæði
24. júlí 2017

Börn Hákonar prófa margar greinar

„Unglingalandsmót UMFÍ er skemmtilegt. Þar geta börnin prófað ýmsar greinar sem þau hafa aðeins séð í sjónvarpi og aldrei prófað áður. Svo eru börnin í öruggu umhverfi og njóta þess að vera í góðra vina hópi. Foreldrarnir geta því alveg slakað á,“ segir Hákon Sverrisson.

Hákon er yfirþjálfari Breiðabliks og þekkir íþróttir í þaula. Hann hefur farið með fjölskylduna á Unglingalandsmót UMFÍ síðastliðin þrjú ár og ætlar að mæta á mótið sem verður nú á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Elsti sonur hans er 16 ára en sá yngsti 14 ára og hafa þeir allir keppt á Unglingalandsmótum UMFÍ.

Hákon segir fyrirkomulagið á Unglingalandsmóti UMFÍ frábært og geta þátttakendur skráð sig í ýmsar greinar fyrir eitt verð.

Synir Hákons hafa keppt í nokkrum greinum.

„Þeir hafa alltaf búið til fótboltalið en líka prófað spjótkast og glímu, þeir hafa unnið í skák og fengið medalíu í fimleikum á Akureyri, 60m hlaupi og boðhlaupi,“ segir Hákon og þykir gott að geta sent syni sína í keppni á Unglingalandsmót UMFÍ og notið lífsins á kantinum á meðan.

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er nú í fullum gangi.

Lestu meira um það sem er í boði á mótinu.

Skráðu þig á mótið.