Landsmót UMFÍ 50+ 2025
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og sveitarfélagið Fjallabyggð.

Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Fjölbreytt afþreying
Heilmikið verður að gera alla mótsdagana. Unnið er að endanlegri dagskrá. Auk keppnisgreina verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu og skemmtun, þar á meðal hið sívinsæla matar- og skemmtikvöld í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði. Boðið verður upp á góðan mat, skemmtiatriði, söng og dans.

Skráning opnar 15. maí
Þátttökugjald er 5.500 krónur og fyrir það hægt að taka þátt í öllum greinum. Skráning opnar 15. maí 2025. Hér verður líka hægt að kaupa miða á matar- og skemmtikvöld sem greitt er fyrir sérstaklega. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til þess að taka þátt í opnum greinum, bara mæta og hafa gaman! Ef spurningar vakna er best að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.
Tjaldsvæði
Hótel og gistiheimili eru bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Ljómandi góðtjaldsvæði eru einnig á báðum stöðum og í hjarta bæjanna.

Fréttir af Landsmóti UMFÍ 50+

26. apríl 2025
Boccíamót er góð upphitun fyrir Landsmót UMFÍ 50+
„Dymbilmótið í boccía var góð upphitun fyrir alla,“ að sögn Flemming Jessen, fyrrverandi kennara, skólastjóra og forvígismanns í íþróttum aldraðra. Hann hefur oft komið að skipulagi Landsmóts UMFÍ 50+, sem fram fer á Siglufirði og Ólafsfirði í júní.

05. mars 2025
Landsmót UMFÍ 50+: Skráning opnar 15. maí
Gríðarlega flott mynd er komin á dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. – 29. júní. Eins og dagskráin lítur út í dag verður keppt í 16 greinum. Matar- og skemmtikvöld verður í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði.

13. febrúar 2025
Ljómandi spenningur fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Það er ljómandi spenningur fyrir landsmótinu í sveitarfélaginu og allir orðnir spenntir enda er þetta fyrsti viðburðurinn sem við hjá UÍF stöndum fyrir,“ segir Óskar Þórðarson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF).
