Fara á efnissvæði
19. desember 2025

Sara Jóhanna er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ

Sara Jóhanna Geirsdóttir er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ. Hún tekur við af Höllu Margréti Jónsdóttur sem hefur tekið sæti í stjórn UMFÍ. Sara var varaformaður ungmennaráðsins. Ernir Daði Arnbergz Sigurðsson tekur við af henni þar.

Ungmennaráð UMFÍ fundaði í jólapeysum á miðvikudagskvöld, jólaði sig upp fyrir hátíðina, skipti með sér ýmsum verkum og ræddi um verkefnin á komandi ári.

Mikill hugur og tilhlökkun er í nefndarfólki, sérstaklega til að eiga samtal og vinna með forsvarsfólki íþróttahreyfingarinnar um það hvernig lyfta megi og tryggja rödd ungs fólks í starfi hreyfingarinnar. Ungmennaráð UMFÍ stefnir á að funda með öðrum ungmennaráðum um allt land og byggja sterka brú milli þeirra.

Á meðal næstu verkefna ungmennaráðsins er að leita eftir tilnefningum hjá sambandsaðilum UMFÍ um setu í ráðinu. 

Í Ungmennaráði UMFÍ sitja ungmenni á aldrinum 16-25 ára af öllu landinu. Það stendur m.a. fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa, sem haldin er á hverju ári. Markmiðið með ráðstefnunum er að vera vettvangur fyrir raddir ungs fólks.

Hér að ofan má sjá stærstan hluta af annasömu Ungmennaráði UMFÍ. 

 

Þú getur lesið miklu meira hér um Ungmennaráð UMFÍ og ráðstefnuna.

Ungt fólk og lýðheilsa