Fara á efnissvæði
04. desember 2025

Ræddu sama um málefni barna

Fulltrúar nokkurra félagasamtaka sem mynda Barnaréttindavaktina hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ í gær. Þar kynntu þau starfsemi sína auk þess að hitta forsvarsfólk annarra félagasamtaka og fá kynningu á starfi þeirra, sem vilja styrkja hópinn með samstarfi og samvinnu. 

Barnaréttindavaktin er óformlegur samstarfsvettvangur félagasamtaka sem öll starfa að málefnum barna um bætt réttindi þeirra. UMFÍ er þar á meðal og eru Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fulltrúar UMFÍ í ráðinu. 

Auk UMFÍ eru eftirfarandi félagasamtök í Barnaréttindavaktinni sem mættu á fundinn: Barnaheill – Save the Children á Íslandi; Heimili og skóli; Rauði krossinn; Samfés; UNICEF á Íslandi; ÖBÍ og Þroskahjálp en fulltrúi síðasttalda félagsins hafði ekki tök á að mæta. 

Forsvarsfólk sjö samtaka kom á fundinn. Þau voru frá Geðhjálp, Berginu Headspace, Umhyggju, Félagi fósturforeldra, Íslenskri ættleiðingu, Samtökunum ´78 og Hinsegin félagsmiðstöð. 

 

Hér má sjá fleiri myndir frá fundinum.