Fara á efnissvæði
30. september 2025

Kvittuðu upp á Landsmót UMFÍ 50+ 2025

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit, dagana 26. – 28. júní á næsta ári. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður Ungmennasambandi Eyjafjarðar, Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, undirrituðu samning um mótahaldið á fimmtudag í síðustu viku. 

Síðasta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Fjallabyggð nú í júní með Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar (UÍF) og sveitarfélagi Fjallabyggðar. 

Næstu skref er að huga að framkvæmdanefnd mótsins í Eyjafjarðarsveit. 

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og viðburðum sem hvetja fólk frá miðjum aldri til að njóta þess að hreyfa sig saman. 

Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með! 

 

Allar upplýsingar um Landsmót UMFÍ 50+ er að finna á vefsvæð mótsins:

Landsmót UMFÍ 50+