Fara á efnissvæði
30. apríl 2025

Hinsegin fræðsla sem gerir öllum gott

„Mín reynsla er sú að fólk hefur almennt gagn og gaman af fræðslunni, og þannig var það á mánudag. Fyrir utan þessa hefðbundnu fræðslu ræddum við margt, svo sem um kynjaskiptingar í búningsklefum, svefnrýmum og annars staðar“ segir Kristmundur Pétursson, fræðari hjá Samtökunum ´78.

Hann var á mánudag með Hinseginfræðslu á vegum UMFÍ og fleiri samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn. Þetta er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UMFÍ.

Kristmundur segir upplýsingamiðlun og meiri fræðslu til sé alltaf hinu góða. Það hafi komið skýrt fram á námskeiðinu í gær. „Það er mjög gott að fólk sem vinnur með börnum hafi þessa hluti á hreinu því við erum að sjá of mikð brottfall hjá kynsegin og hinsegin krökkum úr íþróttum. Þau fara frekar í skipulagt starf þar sem ekki er kynjaskipting og ekki þörf á að fara í búningsklefa. 

Á námskeiðum sem þessu er skerpt er á ýmis konar fræðslu ,sem öllum í skipulögðu starfi, bæði starfsfólki og sjálfboðaliðum, er hollt og gott að fylgjast með.

 

Fjöldi gagnlegra námskeiða

Námskeiðið er eitt af mörgum er vettvangurinn býður upp á fyrir fólk í íþróttahreyfingunni og víðar. 

Næstu námskeið:
 
Verndum þau (fjarnámskeið)
21. maí kl 18:00 á netinu

Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um það hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.

Á námskeiðinu er m.a farið yfir tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar, hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn, reglum í samskiptum við börn og ungmenni, ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga og úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Kennari er: Þorbjörg Sveinsdóttir 

Ítarlegri upplýsingar um námskeiðið hér.
 

 

Námskeið um inngildingu og fjölmenningu
28. maí kl 18:00 í Skátamiðstöðinni

Inngilding Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfund fræðslu um fjölmenningu og inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hún hefur líka þróað og haldið vinnustofu fyrir félög sem vilja stuðla að inngildingu í starfsemi sinni.

Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fjölmenningarleg samfélög, almennt sem og í íslensku samhengi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök, viðhorf og umræðuhefð sem og mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Einnig fjallað um ávinninginn af því að vera með inngildandi félag og starfsemi með börnum og ungmennum, áskoranir og hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku jaðarsetta barna og ungmenna og hvað þú getur gert til þess að félagið þitt sé opið, aðgengilegt og inngildandi.

Meiri upplýsingar um námskeiðið

 

Fleiri námskeið Æskulýðsvettvangsins