Guðbjört Lóa er sjálfboðaliði Vesturlands 2025
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir er sjálfboðaliði ársins 2025 á Vesturlandi. Hún er félagi í Glímufélagi Dalamanna, var lengi iðkandi hjá félaginu þar sem hún tók nokkra titla.
Tilnefning Guðbjargar Lóu er í tilefni af Degi sjálfboðaliðans í dag en í ár tekið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni hjá Svæðisstöðum íþróttahéraðanna að velja sjálfboðaliða ársins. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að sjálfboðaliðar voru tilnefndir á flestum svæðum og var dregið úr innsendum tillögum.
Með valinu er heiðrað það mikilvæga starf sem sjálfboðaliðar um allt land vinna, en án þeirra væri íþróttastarf víða einfaldlega ekki mögulegt. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki og eru ómissandi stoð í starfi íþróttahreyfingarinnar.
Allt í öllu í Dalabyggð
Lóa hefur hefur verið stjórnarmaður í Glímufélaginu í mörg ár og einnig séð um þjálfun hjá félaginu. Hún er potturinn og pannan í starfi Glímunnar þessi misserin og nýtur án ef góðs af þeirri reynslu sem hún hefur í farteskinu frá æfingum og mótum. Lóa skipuleggur æfingar, mót og ferðir, þjálfar, fer á mót innan og utanlands með iðkendum Glímufélagsins.
Einnig situr Lóa í stjórn UDN þar sem hún er ritari stjórnar. Lóa hefur setið í stjórninni í nokkur ár, sem stjórnarmaður er hún rösk til verka, fljót að tileinka sér hlutina og sjá lausnir í verkefnum. Einnig hefur hún séð um að koma heimasíðu UDN í betra horf.
Lóa er líka varamaður í stjórn íþróttafélagsins Undra og er þar virkur varamaður.
Einkennismerki Lóu má segja séu m.a. hógværð og að láta verkin tala. Henni reynist auðvelt að hafa mörg járn í eldinu í einu og er svo sannarlega fyrirmynd í okkar samfélagi.