60 milljónir frá Íslenskum getraunum
Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu á getraunaseðlum.
Áætlað heildarframlag Íslenskra getrauna til íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020 er rúmlega 200 milljónir króna.
„Það er ánægjulegt að Íslenskar getraunir geti bætt við rúmlega 60 milljón króna framlagi til íþróttafélaganna á þessum erfiðu tímum vegna Covid ástandsins. Á þessu ári hefur viðskiptavinum Getrauna fjölgað umtalsvert og svo virðist sem margir tipparar hafi snúið frá erlendum ólöglegum veðmálasíðum og beint viðskiptum sínum til Getrauna og styðja þannig við bakið á íþróttafélögunum á Íslandi. Aukin sala á íþróttagetraunum er grundvöllur fyrir auknum framlögum Íslenskra getrauna til íþróttafélaganna,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum.
UMFÍ á 20% hlut í Íslenskum getraunum. ÍSÍ á 70% og Íþróttanefnd ríkisins 10%.
Meðfylgjandi töflur sýna skiptingu á úthlutun til félaganna, sem hafa selt getraunaseðla og fengið áheit frá tippurum á árinu 2020.
| Upphæð | ||
| Númer | Félag | 10.000.000 kr. |
| 121 | Íþróttafélag Fatlaðra | 2.430.335 kr. |
| 103 | Knattspyrnufélagið Víkingur | 891.924 kr. |
| 904 | Íþróttafélagið Framherjar | 699.449 kr. |
| 128 | Íþróttafélagið Ögri | 489.247 kr. |
| 700 | Íþróttafélagið Höttur | 411.738 kr. |
| 240 | Umf. Grindavíkur | 408.591 kr. |
| 221 | Knattspyrnufélagið Haukar | 406.303 kr. |
| 900 | Knattsp.d. ÍBV | 403.306 kr. |
| 144 | Bridgesamband Íslands | 279.969 kr. |
| 300 | Knattspyrnufélag Í.A. | 255.364 kr. |
| 400 | Íþróttafélagið Vestri | 232.429 kr. |
| 108 | Knattspyrnufélagið Fram | 224.708 kr. |
| 101 | Knattspyrnufélagið Valur | 197.856 kr. |
| 450 | Íþróttafélagið Hörður | 189.617 kr. |
| 107 | Knattspyrnufélag Reykjavíkur | 187.408 kr. |
| 200 | Umf Breiðablik | 159.689 kr. |
| 109 | Íþróttafélag Reykjavíkur | 135.337 kr. |
| 580 | Knattspyrnufélag Fjallabyggðar | 131.139 kr. |
| 110 | Íþróttafélagið Fylkir | 125.964 kr. |
| 603 | Íþróttafélagið Þór | 124.808 kr. |
| 780 | Umf. Sindri | 116.758 kr. |
| 840 | Umf. Laugdæla | 104.219 kr. |
| 112 | Umf. Fjölnir | 100.327 kr. |
| 230 | Knattspyrnudeild Keflavíkur | 93.405 kr. |
| 799 | Umf. Skeiðmanna | 90.984 kr. |
| 710 | Íþróttafélagið Huginn | 83.688 kr. |
| 220 | F.H. | 83.170 kr. |
| 600 | Knattspyrnufélag Akureyrar | 75.684 kr. |
| 104 | Knattspyrnufélagið Þróttur | 69.459 kr. |
| 188 | IFC Íþróttafélagið Carl | 63.076 kr. |
| 355 | Knattspyrnudeild UMF Víkings | 53.538 kr. |
| 735 | Umf. Austri | 51.170 kr. |
| 210 | Umf. Stjarnan | 49.020 kr. |
| 245 | Knattspyrnufélagið Reynir | 39.006 kr. |
| 190 | Þróttur Vogum knattsp.deild | 37.940 kr. |
| 866 | Knattspyrnufélag Rangæinga | 37.261 kr. |
| 111 | Íþróttafélagið Leiknir | 37.253 kr. |
| 270 | Umf. Afturelding | 36.460 kr. |
| 620 | Umf. Svarfdæla | 36.158 kr. |
| 800 | Umf. Selfoss | 31.827 kr. |
| 202 | Íþróttafélagið Gerpla | 31.370 kr. |
| 203 | Handknattleiksfélag Kópavogs | 29.023 kr. |
| 740 | Íþróttafélagið Þróttur | 26.396 kr. |
| 350 | Umf. Grundarfjarðar | 20.336 kr. |
| 598 | Golfklúbbur Akureyrar | 19.415 kr. |
| 675 | Umf. Austri | 16.652 kr. |
| 247 | Golfklúbburinn Setberg | 16.334 kr. |
| 224 | Golfklúbburinn Keilir | 15.939 kr. |
| 260 | Umf. Njarðvíkur | 13.744 kr. |
| 460 | Umf. Tálknafjarðar | 13.317 kr. |
| 707 | Umf. Þristur | 13.150 kr. |
| 132 | Íþróttafélagið Ösp | 12.708 kr. |
| 137 | Tennis-og badmintonfélag Reykjavíkur | 12.344 kr. |
| 510 | Umf. Geislinn | 11.589 kr. |
| 640 | Íþróttafélagið Völsungur | 11.482 kr. |
| 530 | Umf. Kormákur | 11.374 kr. |
| 340 | Umf. Snæfell | 10.353 kr. |
| 272 | Golfklúbbur Mosfellbæjar | 10.233 kr. |
| 246 | Golfklúbbur Sandgerðis | 10.030 kr. |
| 690 | Umf. Einherji | 9.361 kr. |
| 170 | Knattsp.d. Gróttu | 9.262 kr. |