Fara á efnissvæði

Landsmót UMFÍ 50+

Vinnureglur um val á mótsstað

Vinnulegur um val á mótsstað

Til að geta haldið Landsmót UMFI 50+ þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.

Mótshaldari og samfélagið

Keppendur geta orðið allt að 1.000 talsins og gestir mótsins um 5.000. Mótshaldari þarf að sýna fram á að hann hafi styrk og bakland til að framkvæma mótið. Mótshaldari þarf einnig að gera grein fyrir almennri þjónustu í samfélaginu, svo sem heilbrigðisþjónustu, löggæslu, veitingasölu og gistiþjónustu. Aðkoma og stuðningur sveitarfélagsins þarf að liggja fyrir með umsókn um mótið.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði skal vera fyrir a.m.k. 200 manns, með aðgengi að rafmagni og hreinlætisaðstöðu.

Gistiaðstaða

Gistiaðstaða þarf að vera fyrir 150 – 200 manns í næsta nágrenni.

Keppnisgreinar og keppnissvæði

Umsækjandi þarf að tilnefna keppnisgreinar og keppnisaðstöðu í umsókn sinni. Skoða þar dreifingu á keppnissvæðum og taka afstöðu í þeim málum. Keppnissvæðin skulu öll vera sem næst aðalkeppnissvæðinu.

Keppnisgreinar & keppnisaðstaða
 1. Almenningshlaup
 2. Boccia: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða stór salur
 3. Bridds: Salur eða skólastofur
 4. Frjálsíþróttir: Keppnisaðstaða getur verið á möl, tartani eða grasi. Það þarf að vera steyptur kasthringur fyrir kúlu og kringlu sem og hlaupabraut fyrir 60m. hlaup.
 5. Golf: 9 holu völlur í hámarki 40 km. fjarlægð frá aðalmótsstað
 6. Hestaíþróttir: Hestaíþróttavöllur
 7. Hringdansar: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða stór salur
 8. Hjólreiðar
 9. Línudans: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða stór salur
 10. Pútt: Púttvöllur
 11. Ringó: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða góður grasflötur / sparkvöllur
 12. Skák: Salur eða skólastofur
 13. Starfsíþróttir: Salur eða skólastofur
 14. Sund: Sundlaug a.m.k. 16 mtr.
 15. Sýningar: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða góður salur
 16. Þríþraut

Áhöld og tæki þurfa að vera klár fyrir allar keppnisgreinar.

Sérgreinastjórar og starfsfólk

Við hverja keppnisgrein þarf að vera hæfur sérgreinastjóri sem heldur utan um sína grein. Hann fær með sér annað starfsfólk við framkvæmd greinarinnar.

Samþykkt á 48. sambandsþingi UMFÍ 2013 í Stykkishólmi.