Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

30. september 2025
Kvittuðu upp á Landsmót UMFÍ 50+ 2025
Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður UMSE, Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, undirrituðu samning um Landsmót UMFÍ 50+ í síðustu viku.

25. september 2025
Veðmál barna - hættulegur leikur sem hægt er að stöðva
Börn veðja á ólöglegum veðmálasíðum á Netinu fyrir hundruð milljóna króna á ári. Íslandsbanki lokaði á viðskipti barna á slíkum síðum. Formaður UMFÍ kallar eftir því að stjórnvöld framfylgi lögum og loki á ólöglega starfsemi hér á landi.

13. september 2025
Fer út í búð og spjallar við ókunnuga
Lykillinn að hamingjunni leynist í félagslegum töfrum, samskiptum fólks augliti til auglitis í stað samskipta í gegnum skjá, að sögn dr. Viðars Halldórssonar. Hann hélt erindi og stýrði vinnustofu á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ