Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

07. júlí 2023

Opið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ

Við erum búin að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ. Þetta er sannkölluð veisla því á mótinu er boðið upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skrá sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur því sunnudaginn 6. ágúst.

23. júní 2023

Hvar verður Unglingalandsmótið árið 2025?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að halda Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.

28. desember 2022

Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið að því í gegnum árin að safna saman efni sem tekið hefur verið upp á Landsmótum UMFÍ. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og síðasta stigamótið á Selfossi árið 2013.

02. ágúst 2022

Hvernig var upplifun þín á Unglingalandsmóti UMFÍ?

Nú er stórskemmtilegt Unglingalandsmót UMFÍ að baki. En hvernig fannst þér? Okkur langar til að vita hvernig þú upplifðir mótið, hvað var gott, hvernig var og hvað má gera betur. Nú hefur þú og þínir tækifæri til að hjálpa til við að gera Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki enn betra.

02. ágúst 2022

Hvar er kötturinn Kíkí?

Læðan Kíkí býr í nágrenni við tjaldsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. Nú ber svo undir að hún hefur ekki skilað sér heim síðan á sunnudagskvöld. Eigandi Kíkíar segir það mjög óvenjulegt og sendi því skeyti til UMFÍ í von um að einhver mótsgesta hafi séð til ferða kattarins.

01. ágúst 2022

Þáttttakendur frá Vestur-Skaftafellssýslu hlutu Fyrirmyndarbikarinn

Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlaut Fyrirmyndarbikarinnar eftirsótta við slit Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Selfossi um verslunarmannahelgina. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá félögum USVS þegar Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, tilkynnti hver hlyti bikarinn.

31. júlí 2022

Of mikil spenna á tjaldsvæðinu

Líf og fjör er á Unglingalandsmóti UMFÍ og æðisleg stemning á tjaldstæðinu. Borið hefur á að gestir mótsins hlaði bíla sína í rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu. Slíkt er ekki æskilegt enda myndast við það mikil spenna á rafkerfinu.

31. júlí 2022

Kökuskreytingar fara fram í dag

Tímasetningar eru tilbúnar fyrir kökuskreytingar sem fram fer í dag.

31. júlí 2022

Eldgos hafið á Selfossi

Keppni í kökuskreytingum er hafin á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Hvorki fleiri né færri en 246 ungmenni á aldrinum 11-18 ára taka þátt í keppninni. Ljóst er að um gríðarlega sprengingu er að ræða því aldrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í kökuskreytingum.