Fara á efnissvæði

Ungt fólk og lýðræði

Fréttir

Ungt fólk og lýðræði

12. apríl 2019

Lilja hvetur ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfi

„Ég er talskona þess að ungt fólk taki þátt í félagsstarfi. Ég hef gert það frá 13 ára aldri,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Hún var í pallborði á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í Borgarnesi í vikunni og hvatti fólk til að láta í sér heyra.

11. apríl 2019

Mikilvægt að fylgja innsæinu og trúa á sjálfan sig, segir ráðherra

„Fólk á alltaf að treysta eigin innsæi en samt vera tilbúið til að hlusta á gagnrýni og geta skipt um skoðun. Fullorðnu fólki finnst mjög erfitt að vera það sjálft. En maður má ekki tapa gleðinni heldur vera maður sjálfur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

11. apríl 2019

Ungt fólk hefur mikil áhrif

„Sókratíska aðferðin að taka þátt í samræðum er mikilvægur liður í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér og átta sig á því hvers vegna ég bregst við skoðunum annarra eins og ég geri,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

12. október 2018

Hvað er kynlíf og af hverju stundar fólk það?

Sextán ungmenni hvaðanæva að frá landinu hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ síðdegis í dag og hlustuðu á kynfræðslu á vegum Ástráðs, félags læknanema. Fræðslan er liður í skemmtisólarhring Ungmennaráðs UMFÍ fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára.

26. mars 2018

„Við viljum ekki lenda í slysum út af vondum vegi“

„Við erum að gera alveg jafn merkilega hluti og annað fólk og keyrum bíla. En við viljum ekki lenda í slysum út af vondum vegi,“ segir Gunnar Einarsson, 14 ára í Ungmennaráði Seyðisfjarðar. Hann var á meðal 60 ungmenna á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í síðustu viku.

24. mars 2018

Skrópa í skóla til að mæta á ráðstefnu fyrir ungt fólk

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram í vikulokin. Ráðstefnugestir sendu frá sér ályktun þar sem segir að kvíði og þunglyndi framhaldsskólanema hafi aukist mikið og vilja þau að sálfræðiaðstoð verði aukin í skólum. Nokkrir lögðu mikið á sig til að mæta á ráðstefnuna.

22. mars 2018

Ungmennaráð bætir samfélagið

Rúmlega sextíu ungmenni sitja árlegu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem hófst á Hotel Borealis að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag, fimmtudaginn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hélt erindi við setningu ráðstefnunnar í dag.