Fara á efnissvæði
16. september 2020

Soffía: Öðlast dýrmæta reynslu í Ungmennaráði UMFÍ

„Ég hef aldrei áður komið á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og verður þetta fyrsta skiptið. En ég hef tekið þátt í undirbúningnum og það er skemmtilegt en krefjandi. Ég hef lært mikið á því. Í Ungmennaráði UMFÍ hef ég líka öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar,“ segir Soffía Meldal Kristjánsdóttir.

Hún situr í Ungmennaráði UMFÍ sem stendur fyrir Ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fer í Hörpu í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 17. september. Ráðstefnan er samræðuvettvangur ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og gefa okkur, ungu fólki, verkfæri og þjálfun til þess að auka áhrif í okkar nær samfélagi.

 

 

Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+.

Upphaflega stóð til að halda ráðstefnuna í vor á Laugarvatni og myndi hún standa yfir í þrjá daga eins og venja er. Nú er hún hins vegar í aðeins einn dag og það í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu.

Soffía segir það hafa verið krefjandi að skipuleggja ráðstefnuna á tímum samkomubanns og heimsfaraldurs.

„Það hefur verið flókið og erfitt þá sérstaklega á tímum eins og þessum,“ segir hún.

 

Forsetinn og borgarstjóri við setninguna

Ráðstefnan er samræðuvettvangur ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og efla ungt fólk til að hafa áhrif í samfélaginu.

 

 

Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif? 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa boðað komu sína á setningu ráðstefnunnar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og fjöldi þingmanna ætlar að taka þátt í umræðuhópum með þátttakendum og pallborði síðar um daginn.

Pallborði ráðstefnunnar verður streymt á Facebook-síðu UMFÍ og á netmiðlinum www.visir.is.

 

Dagskrá ráðstefnunnar

Kl. 09:30 – 10:00 fer fram setning ráðstefnunnar. Á hana mæta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Ungmennafélagshreyfingarinnar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

Kl. 11: 30 – 12:30 fara fram umræður með ráðafólki. Þátttakendum er skipt upp í hópa þannig að allir fara í gegnum þrjár 20 mínútna umræðulotur. Umræðustjórar og ritarar eru fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ.

Þeir ráðamenn sem hafa boðað komu sína eru:

 

Kl. 14:45 – 15:45 fer fram pallborðumræða við ráðamenn.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrr um daginn verða þátttakendur búnir að undirbúa spurningar til ráðamanna tengdar yfirskrift ráðstefnunnar. Fulltrúi úr Ungmennaráði UMFÍ stýrir umræðunum.

Þeir ráðamenn sem hafa boðað komu sína eru: