Fara á efnissvæði
07. maí 2019

Lilja lýsir yfir ánægju með ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin var í Borgarnesi í apríl tókst afar vel. UMFÍ hefur búið til fjögur myndbönd sem tekin voru á ráðstefnunni og endurspegla þau samvinnuna og gleðina sem ríkti alla dagana á meðan ráðstefnan fór fram. Mikill fjöldi mynda er líka kominn á myndasíðu UMFÍ.

Myndbandið sem við kynnum hér til sögunnar sýnir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra, lýsa upplifun sinni á ráðstefnunni. Lilja tók þátt í pallborði á lokadegi ráðstefnunnar ásamt Soffíu Ámundadóttur, formanni íþróttanefndar ríkisins, Sigurður Guðmundssyni, framkvæmdastjóra UMSB, Guðmundi Ara Sigurjónssyni, sem situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastjóra Sjúk ást. 

VIð setningu ráðstefnunnar komu Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Salvör Nordal, umboðsmaður barna auk Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar.

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefur verið haldin árlega í tíu ár og er þetta ellefta ráðstefnan í röð þar sem ungt fólk er í öllum hlutverkum. Ungmennaráð UMFÍ, sem samanstendur af tíu manns frá 16-25 ára aldri af öllu landinu, skipuleggur ráðstefnuna frá grunni. Að setningu ráðstefnunnar lokinni voru fyrirlestrar um gildi leiðtoga og liðsheildar og erindi um viðhorfsbreytingar gagnvart líkamanum með þeim Jóni Halldórssyni frá KVAN, áhrifavöldunum Fanney Dóru og Ernu Kristínu auk Unnar Örnu Jónsdóttur og Hrafnhildar Sigurðardóttur frá Hugarfrelsi.

 

Framleiðslufyrirtækið Falcor gerði myndböndin og ljósmyndarinn Ívar Snæland tók flestar myndirnar á myndasíðunni. Ráðstefnan var styrkt af Erasmus+ 

 

   

 

Undir lok ráðstefnunnar birtu þátttakendur ályktanir úr vinnuhópum sínum í formi setninga. Þetta höfðu þátttakendur að segja: