Fara á efnissvæði

Samfélaginu til góða

Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 26 talsins sem skiptast í 21 íþróttahérað og fimm ungmennafélög með beina aðild. Innan UMFÍ eru rúmlega 430 aðildarfélög.

UMFÍ leggur áherslu á að allir geti tekið þátt í íþróttum og hreyfingu og verið hluti af öflugri liðsheild í samfélaginu. UMFÍ lætur sig lýðheilsu varða og leggur sitt af mörkum til að búa komandi kynslóðum sem best uppvaxtarskilyrði.

UMFÍ sinnir forvörnum og fræðslu, leggur áherslu á að vinna að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska félagsmanna. Ungmennafélagsandinn er grundvöllur í öllu starfi hreyfingarinnar og eru sjálfboðaliðar og framlag þeirra forsenda starfseminnar.

UMFÍ er þjónustu- og samstarfsvettvangur fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samvinnu með sameinaða krafta að leiðarljósi.

Hlutverk

Starf þeirra félaga sem mynda UMFÍ snýst um að efla, styrkja og byggja upp fólk með íþrótta-, félags- og æskulýðsstarfi. Hlutverk UMFI er að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra. UMFÍ hvetur og styður við bætta lýðheilsu landsmanna.

Framtíðarsýn

Með stuðningi UMFÍ er starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra sterkara og öflugra, með áherslu á almenna þátttöku og lýðheilsu.

  • UMFÍ er öflug fjöldahreyfing sem skiptir einstaklinga og samfélagið máli.
  • UMFÍ er sterkur samstarfsaðili sem mætir þörfum sambandsaðila og bætir samfélagið.
  • UMFÍ leggur áherslu á almenna þátttöku og bætta lýðheilsu.
Gildi

Gleði – Traust – Samvinna.

  • UMFÍ leggur áherslu á gleðina sem felst í því að taka þátt.
  • UMFÍ er framsækin og traust hreyfing, sýnir frumkvæði og vinnur að markmiðum sínum á faglegan hátt.
  • UMFÍ leggur áherslu á samvinnu þar sem margfeldisáhrif skila betri heildar hagsmunum.

Gildi UMFÍ endurspeglast í ungmennafélagsandanum sem felur í sér að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið.

Slagorð

Ræktun lýðs og lands.

UMFÍ, okkar hreyfing!

Stefna UMFÍ

Samfélaginu til góða er yfirskrift stefnu UMFÍ.

Samfélaginu til góða

Stefnuþættir

Í stefnu UMFÍ er að finna fimm stefnuþætti sem styðja við hvern annan og lýsa því hvernig félagið ætlar að ná markmiðum sínum. Stefnuþættirnir eru, starfsemi, leiðir, verklag, mannauður og fjármál. 

Áherslur í stefnu UMFÍ

Viðauki við stefnuna er aðgerðaráætlun sem nær til ársins 2024. Áætlunin er vinnutæki stjórnar og starfsfólks til þess að þekkja stefnu UMFÍ og hverju unnið er að í hvert skipti. Undir hverjum stefnuþætti eru markmið og leiðir til að ná þeim. 

Stefnuþættir og markmið þeirra

  • UMFÍ eflir starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra.

    • Tilgangur og hlutverk UMFÍ, íþróttahéraða og aðildarfélaga þeirra er skýrt. Unnið er að samræmdri starfsemi og fjármögnun þeirra, óháð staðsetningu.
    • Aukið samstarf og þekkingarmiðlun fyrir forystufólk innan hreyfingarinnar.
    • Málsvari hreyfingarinnar út á við, sem birtist í útgefnu efni, umsögnum við lagafrumvörp til Alþingis og aðra opinbera aðila.
    • UMFÍ tryggir aðgengi að sérhæfðum upplýsingakerfum og gögnum til að afla bestu upplýsinga um hreyfinguna hverju sinni.

    UMFÍ hvetur og styður við eflingu lýðheilsu.

    • Upplýsa og greina þátttöku og brottfall í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi með bestu fáanlegu aðferðunum og auknu samstarfi við fagaðila.
    • Hvetja með fjölbreyttum aðferðum til aukins forvarnastarfs tengt líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu.
  • UMFÍ er öflugur þjónustuaðili.

    • Greina stöðu sambandsaðila með það að leiðarljósi að efla persónuleg samskipti UMFÍ og starfsmanna sambandsaðila. Með nánari samskiptum batnar þjónustan.
    • Vinna skýra verkferla og bæta aðgengi sambandsaðila UMFÍ að upplýsingum og leiðbeiningum sem nýtast þeim í starfi.

    UMFÍ er leiðandi í fræðslu og forvörnum.

    • Vinna að fræðsluefni úr rannsóknum með fagaðilum sem nýtist flestum.
    • Nota nútímalegar aðferðir við fræðslu og miðlun upplýsinga. Huga að tíma- og staðsetningu fræðslu svo sem flestir geti eða hafi tök á að nýta sér hana.

    UMFÍ stendur fyrir viðburðum.

    • Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, svo sem með nýjum verkefnum eða greinum, sem hvetja til aukinnar vitundar um bætta lýðheilsu.
    • Eiga samstarf um framkvæmd viðburða sem samræmast stefnu og hlutverki UMFÍ.

    UMFÍ styrkir grasrótarstarf.

    • Endurskoða sjóði og setja vinnu- og úthlutunarreglur í samræmi við hlutverk UMFÍ. Auka gagnsæi í úthlutunum úr sjóðum UMFÍ.
    • Veita ráðgjöf og aðstoð við fjármögnun, gerð styrkumsókna innanlands sem utan og rammasamninga sem nýtast sambandsaðilum.
  • UMFÍ leggur áherslu á nútímalegar aðferðir.

    • Taka ákvarðanir byggðar á þörfum og aðstæðum hverju sinni, fylgjast með tæknibreytingum og hvetja til aðlögunar og breytinga á vinnulagi í takt við breyttar og nýjar aðstæður. Hvetja fólk til þess að vera framsækin og þora að prófa nýjungar.
    • Nota árangursríkt miðlunarform í fræðslu og fundum miðað við stað og stund hverju sinni.
    • Nýta upplýsingakerfi og rafræna samskiptamáta innan hreyfingarinnar til samræmis við nútímatækni, notkun og þarfir hverju sinni.

    UMFÍ byggir á traustum stjórnarháttum.

    • Tryggja jafnræði allra sambandsaðila í ákvarðanatöku og að skipulag hreyfingarinnar taki mið af ólíkri stærð og staðsetningu sambandsaðila.
    • Tryggja virkt samráð og lýðræðisleg vinnubrögð svo sambandsaðilar hafi vettvang til að tjá sig.
    • Fagleg vinnubrögð, gagnsæi og rekjanlegar ákvarðanir einkenni starfsemi UMFÍ.

    UMFÍ sýnir ábyrga hegðun.

    • Verkferlar og upplýsingagjöf verði skýr, aðgengileg og samræmd.
    • Virðing borin fyrir náttúru og umhverfi í öllu starfi UMFÍ.
  • UMFÍ byggir á öflugu sjálfboðaliðastarfi.

    • Sjálfboðaliðar geti öðlast þekkingu og færni sem þeir þurfa fyrir störf sín og fái verkefni við hæfi.
    • Miðla upplýsingum um mikilvægi starf sjálfboðaliða og hampa starfi þeirra bæði innan og utan hreyfingarinnar.
    • Búa til hvata sem höfða til ungs fólks, virkja það og auka vægi óformlegs náms og starfs.

    UMFÍ samanstendur af öflugu starfsfólki.

    • Starfsfólk UMFÍ hafi þverfaglega þekkingu, sé fjölbreyttur og samhæfður með viðeigandi ólíka styrkleika og sérhæfingu.

    UMFÍ er sterkur samstarfsaðili.

    • Meiri áhersla á samtal og samstarf við stjórnvöld.
    • Unnið að víðtækara samstarfi við háskóla- og fræðasamfélagið og bæta samlegðaráhrifin.
    • Skilgreina hverjum UMFÍ vill tengjast og meta ávinning af samstarfi fyrir samstarfsaðila, hvort heldur mótaðili eru sambandsaðilar, fyrirtæki eða önnur frjáls félagasamtök.
    • Ávinningur af erlendu samstarfi metinn og samstarfið forgangsraðað.
  • UMFÍ er framsýnt í öflun styrkja og rekstrarfjármuna.

    • Standa vörð um og efla núverandi tekjupósta. Vekja athygli á rannsóknargögnum sem sýna virði og gildi íþrótta- og æskulýðsstarfs fyrir samfélagið.
    • Fjölga tekjuleiðum fyrir einstök verkefni með nýstárlegum leiðum.
    • Efla fjárhagsstöðu íþróttahéraða með fjölbreyttum aðferðum og leiðum og styrkja starfsemi íþróttahéraða svo starf þeirra skili sér betur á hverju svæði.

    UMFÍ er ábyrgt í nýtingu fjármuna, mannauðs, aðstöðu og búnaðar.

    • Til staðar er skýr áætlanagerð og fjárhagsáætlun verkefna. Verkefnum er fylgt markvisst eftir og þau gerð reglulega upp.
    • Gæta útsjónarsemi í nýtingu fjármuna og aðstöðu hverju sinni.
    • Gæta jafnræðis og gagnsæis við útdeilingu fjármagns. Það er gert með skýrum úthlutunarreglum í samræmi við stefnu UMFÍ.