Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi.
Lesa meiraSambandsaðilar
25
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

30. apríl 2025
Muna eftir umsókn í sjóði UMFÍ
Við minnum á að enn er mögulegt að senda inn umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Fresturinn rennur út á morgun, fimmtudaginn 1. maí. Hægt verður að senda inn umsóknir fram á kvöld morgundagsins.

30. apríl 2025
Ragnheiður Högnadóttir sæmd gullmerki UMFÍ
Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, var sæmd Gullmerki UMFÍ á sambandsþingi Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) á dögunum. Á sama þingi tók Sunna Wiium við sem formaður.

30. apríl 2025
Hinsegin fræðsla sem gerir öllum gott
„Mín reynsla er sú að fólk hefur almennt gagn og gaman af fræðslunni. Við ræddum um kynjaskiptingar í búningsklefum, svefnrýmum og annars staðar“ segir Kristmundur Pétursson, fræðari hjá Samtökunum ´78. Hann var í vikunni með Hinseginfræðslu á vegum UMFÍ og fleiri samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ