Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
05. desember 2025
Ragna er sjálfboðaliði Suðurlands árið 2025
Ragna Gunnarsdóttir er sjálfboðaliði Suðurlands árið 2025. Ragna er ein af fjölmörgum sjálfboðaliðum sem voru tilnefnd úr Hestamannafélaginu Sleipni. Það gríðargóða starf sem er unnið hjá félaginu á öllu því góða fólki mikið að þakka.
05. desember 2025
Jón er sjálfboðaliði Suðurnesja 2025
Jón B. Olsen í Hestamannafélaginu Mána er sjálfboðaliði Suðurnesja árið 2025. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni var valinn sjálfboðaliði ársins á Suðurnesjum.
05. desember 2025
Guðbjört Lóa er sjálfboðaliði Vesturlands 2025
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir er sjálfboðaliði ársins 2025 á Vesturlandi. Hún er félagi í Glímufélagi Dalamanna, var lengi iðkandi hjá félaginu þar sem hún tók nokkra titla.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ