Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar

Biathlon

Biathlon er blanda af hlaupi og því að skjóta úr rafriffli.

Aldurs- og kynjaflokkar

Stelpur 15 – 16 ára.
Stelpur 17 - 18 ára.
Strákar 15 – 16 ára.
Strákar 17 - 18 ára.

 

Keppnisfyrirkomulag

Keppendur byrja á því að skjóta fimm skotum með riffli.Ef keppandi hittir í öllum fimm skotunum þá hleypur viðkomandi strax af staði í 150m hring. Ef keppandi hittir ekki þá þarf að gera tvær armbeygjur fyrir hvert skot sem geigar áður en hlaupið er aftur 150m hring. Aftur er skotið fimm skotum og sama regla gildir. Síðan er hlaupið 150m hringur og komið í mark. 

Öllum keppendum verður gefið tækifæri á að æfa sig í að skjóta fyrir keppni.