Keppnisgreinar

Fjölbreyttar keppnisgreinar eru í boði á mótinu svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Keppnisgreinar mótsins eru: Biathlon, bogfimi, borðtennis, fimleikalíf, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, rafíþróttir, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund, taekwondo og upplestur. 

Biathlon

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Stelpur 15 – 16 ára
 • Stelpur 17 - 18 ára 
 • Strákar 15 – 16 ára
 • Strákar 17 - 18 ára

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Keppendur hlaupa 800m hring og koma svo að skotsvæði með rifflum.

Keppendur velja sér einhvern lausan riffin og skjóta fimm skotun liggjandi. Ef keppandi hittir í öllum fimm skotunum þá hleypur hann strax af stað 800m hringinn. Ef hann hittir ekki þá hleypur hann 40m refsihring fyrir hvert skot sem geigar áður en hann fer af stað í 800m. 

Þannig er hlaupið 4x800m og skotið þrisvar sinnum. 

Öllum keppendum verður gefið tækifæri á að æfa sig í að skjóta fyrir keppni. 

Bogfimi

Aldurs - og kynjaflokkar:

Opinn flokkur

Keppendur þurfa ekki að koma með boga. 

Einn kynjaflokkur, keppt á sveig/langboga.  

 • 11 - 14 ára  
 • 15 - 18 ára 

Lokaður flokkur

Keppendur þurfa að koma með boga.

Bogaflokkum er skipt upp í: Sveigbogi, Trissubogi og Berbogi.

Einn kynjaflokkur 

 • 11 - 14 ára 
 • 15 - 18 ára 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Opinn flokkur:

12 m fjarlægð. 

Lokaður flokkur:

18 m fjarlægð. 

 

Tímasetning

Opinn flokkur:  11- 14 ára  kl. 14 til 15.15

Opinn flokkur: 15-18 ára kl. 15:15 til 16.30

Lokaður flokkur allir. Kl. 16.30 til 17.00

Borðtennis

Allir aldursflokkar hefja leik kl. 09:00 - fyrir utan drengi 15 - 18 ára. Sá aldurshópur byrjar kl. 11.00. 

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Stúlkur 11 - 12 ára
 • Stúlkur 13 - 14 ára
 • Stúlkur 15 - 18 ára
 • Strákar 11 - 12 ára
 • Strákar 13 - 14 ára
 • Strákar 15 - 18 ára

Keppnisfyrirkomulag/reglur:

 • Einliðaleikur.
 • Hámarksfjöldi er 20 keppendur í hverjum aldursflokki.
 • Fyrstu 20 sem skrá sig komast að. 
 • Lágmarksþátttaka í hverjum kynjaflokki eru tveir. 
 • Keppt er í riðlum. Hámark 5 í riðli, 2 - 3 efstu sæti í hverjum riðli fara áfram, fer eftir hvernig skiptist í riðla.
 • 3 efstu fá verðlaun. 

Prófaðu borðtennis

Þátttakendur á mótinu geta mætt í ákveðnum tímaslottum og fengið leiðsögn og eða keppt við aðra þátttakendur. 

Fimleikalíf

Aldurs - og kynjaflokkar:

Einn kynjaflokkur 

 • 11 - 18 ára 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • Mæting keppenda: kl. 16:00. 
 • Keppendur komi með tónlist með sér.

Hópatriði / sýningaratriði: 

Hvað þarf atriðið að innihalda:   

 • Fimleikaæfingar. 
 • Vera skemmtilegt. 
 • Frumlegt. 
 • Vera með hraðabreytingar. 
 • Nýta gólfflötinn (14x20). 
 • Nota stefnu- og hæðabreytingar. 
 • Má nýta trampólínstökk og/eða loftdýnu í atriði. 

Fjöldi í liði: 3-8 í liði óháð kyni. 

Tímalengd: 1 mín. - 3 mín. 

Frádráttur er fyrir áhættuatriði og æfingar sem ekki eru nóg vel æfðar, þ.e.a.s keppandi ræður ekki við æfinguna.  

Frisbígolf

Aldurs- og kynjaflokkar:

Stúlkur 11 - 14 ára

Drengir 11 - 14 ára

Stúlkur 15 - 18 ára

Drengir 15 - 18 ára

 

Keppnisfyrirkomulag:

Keppendur þurfa ekki að skrá sig fyrirfram.

Þeir geta bara mætt á keppnisstað og tekið þátt.

Spilað verður 1 x 18 holur og munu úrslit ráðast að því loknu.

Hægt verður að fá lánaða diska á staðnum en keppendur geta að sjálfsögðu komið með sína eigin diska.

 

Reglur:

Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum.

Takmarkið er að kasta disknum í körfuna í sem fæstum skotum og sá vinnur sem þarf fæst skot. Annað skot er tekið þar sem diskur lendir eftir fyrsta skot og sá á fyrst að gera sem lengst er frá körfu.

Tillitssemi er stór hluti af leiknum og því er sanngjarnt að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, þar sama myndir þú vilja.

Ekki taka kast fyrr en þú ert viss um að flug disksins og lending trufli ekki hina spilarana.

Skot frá skotteigi verða að eiga sér stað á eða fyrir aftan ákveðna skotlínu.

Ekki kasta fyrr en meðspilarar fyrir framan þig eru komnir úr skotfæri.

Takið fyrstu upphafsskot eftir fyrir fram ákveðinni röð og síðan fer röðin eftir skori síðustu brautar, sá spilari sem var með fæstu skotin tekur fyrstur upphafskot.

Diska á ávallt að skilja eftir þar sem þeir liggja og ekki taka upp fyrr en skot er tekið.

Það kostar nokkra æfingu að staðsetja fætur rétt þegar kastað er.

Sá fótur sem þú setur þungann á í kastinu verður að vera eins nálægt skotstað og kostur er.

Hann má aldrei fara yfir skotlínu og ekki meira en 30 cm. fyrir aftan hana eða til hliðar.

Hinn fóturinn má vera hvar sem er svo fremi sem hann fari ekki nær körfunni en skotlínan er.

Leyfilegt er að fylgja eftir skoti með því að stíga yfir skotlínu eftir að kast er tekið, nema þegar púttað er þ.e. innan 10 metra frá körfu.

Ekki er leyfilegt að falla fram fyrir sig til að halda jafnvægi í pútti.

Ef diskurinn festist í tré eða runna þá er diskurinn færður og settur á jörðina nákvæmlega fyrir neðan þann stað sem hann sat fastur og kastað er þaðan.

Ef diskurinn lendir á stað sem er ekki hægt að kasta frá er hann færður út úr þeim aðstæðum, þó ekki nær körfu, og kastað þaðan.

Frjálsar íþróttir

TÍMESÐILL FYRIR MÓTIÐ

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 ára piltar 
 • 12 ára piltar 
 • 13 ára piltar 
 • 14 ára piltar 
 • 15 ára piltar 
 • 16 - 17 ára piltar 
 • 18 ára piltar 
 • 11 ára stúlkur 
 • 12 ára stúlkur 
 • 13 ára stúlkur 
 • 14 ára stúlkur 
 • 15 ára stúlkur 
 • 16 - 17 ára stúlkur 
 • 18 ára stúlkur 

 

Keppnisfyrirkomulag: 

11 ára piltar og stúlkur:

 • 60m hlaup 
 • 600m hlaup 
 • 60m grind 
 • 4x100m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast 

12 ára piltar og stúlkur:

 • 60m hlaup 
 • 600m hlaup 
 • 60m grind 
 • 4x100m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast
 • Kringlukast (12 ára stúlkur með keppa með 13 ára ef áhugi er á því).

13 ára piltar og stúlkur:

 • 100 m hlaup 
 • 80m grind 
 • 600 m hlaup 
 • 4x100 m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast 
 • Kringlukast

14 ára piltar og stúlkur:

 • 100 m hlaup 
 • 80m grind 
 • 600 m hlaup 
 • 4x100 m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast 
 • Kringlukast 

15 ára piltar og stúlkur:

 • 100m hlaup 
 • 80/100m grind 
 • 800m hlaup 
 • 4x100m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast 
 • Kringlukast 

16 - 17 ára piltar og stúlkur:

 • 100m hlaup 
 • 100/110m grind 
 • 800m hlaup 
 • 4x100m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast 
 • Kringlukast 

18 ára piltar og stúlkur:

 • 100 m hlaup 
 • 100/110m grind 
 • 800 m hlaup 
 • 4x100 m boðhlaup 
 • Langstökk 
 • Þrístökk 
 • Hástökk 
 • Kúluvarp 
 • Spjótkast 
 • Kringlukast 

 

Reglur:

 1. Keppendur eða fulltrúi þeirra skal mæta í nafnakall 30 mín. fyrir upphaf keppni. 

 2. Ef keppandi/fulltrúi mætir ekki í nafnakall fellur keppnisréttur niður. 

 3. Gengið er inn á völlinn 30 mín. fyrir upphaf keppni frá nafnakallstjaldi. 

 4. Ef keppendur eru yfir 20 (25) þá er skipt í tvo hópa. 

 5. Einstaklingur má keppa í einu boðhlaupi og verður að vera skráður í mótið. 

 6. Skrá skal boðhlaupsveitir fyrir kl. 16:00 á föstudag. 
   
 7. Keppandi má keppa upp fyrir sig í boðhlaupi ef hann keppir ekki í sínum aldursflokki. 

 8. Keppandi má keppa upp fyrir sig í aldursflokki ef greinin er ekki í boði í hans aldursflokki. 

 9. Langstökk, þrístökk: Allir keppendur fá eitt æfingastökk og fjögur stökk mæld. 

 10. Spjótkast, kúluvarp: Allir keppendur fá eitt æfingakast og fjögur köst mæld. 

 11. Einungis keppendur í viðkomandi grein mega vera innan vallar á meðan keppni stendur. 

 

Spretthlaup:

 • Keppt verður í undanrásum í öllum hlaupum ef þurfa þykir. Ef keppendur í undanrásum eru fleiri en 18 þá verður keppt í A og B úrslitum, 16 bestu tímarnir fara í úrslit. Tímar ráða þá úrslitum og því getur keppandi í B úrslitum unnið hlaupið. 
 • Ef keppendur eru 18 eða færri þá fara 8 bestu tímar í úrslit. 
 • Ef keppendur eru 8 eða færri í flokki fellur undanúrslitahlaup niður og verður hlaupið til úrslita samkvæmt tímaseðli. 
 • Í 600 m, 800 m og boðhlaupum ráða tímar úrslitum.  

 

Langstökksreglur:

 • 4 stökk mæld í öllum flokkum. Eitt æfingastökk áður en keppni hefst. 
 • 11 ára 1 m. svæði, 12 og 13 ára 50 cm. svæði. 
 • Líma fyrri rönd á svæði niður og nota leir við enda svæðisins, má ekki stíga á leir en má stíga á planka. Línurnar eru utan svæðis og má ekki  stíga á þær. 
 • Mælt frá tá á svæði, ef stokkið er aftan við svæði er mælt frá enda svæðis (lengra frá gryfju). 
 • Mælt frá uppstökksstað að aftasta marki lendingarstaðar þó það sé á ská. 
 • Hafa keilu hjá upphafi og enda svæðis. 
 • 14 ára og eldri planki. 
 • Mælt frá planka að aftasta marki lendingarstaðar, ekki á ská. 
 • Stökk ekki gilt fyrr en stökkvari er kominn uppúr gryfju. 
 • Má ekki ganga aftur úr gryfjunni, verður að fara út úr henni fyrir framan lendingarstað. 
 • Má ekki snerta gryfjukant eða svæði utan gryfju í lendingu, t.d. 
 • Ekki gilt ef stökkvari drífur ekki út í gryfju! 
 • Alltaf mælt frá aftasta marki sama eftir hvaða líkamshluta það er. 
 • Mælt bara í heilum cm. og alltaf lækkað niður. 
 • Séu keppendur fleiri en 20 í langstökki mun hópnum verða skipt upp eftir stafrófsröð. 

 

Þrístökksreglur:

 • Þrístökk er samsett úr, hoppi, skrefi og stökki í þeirri röð. 
 • Fyrst skal stokkið upp af öðrum fæti og komið niður á sama fót síðan stokkið af þeim fæti og komið niður á hinn (skref) og loks stokkið af þeim fæti. 
 • Það telst ekki vera ógilt stökk þótt keppandi snerti jörðina með fætinum sem „hangir“ í stökkinu. 
 • Í þrístökki verður boðið upp á tvö stökksvæði/planka í hverjum aldursflokki, þar sem gera má ráð fyrir umtalsverðum getumun. 
 • Stökksvæði/plankar verða afmörkuð með mismunandi litu límbandi og keilum. 
 • Í upphafi keppni gefa keppendur ritara upp af hvaða svæði/planka þeir ætla að stökkva. 
 • Þetta gerir mun fleirum kleift að spreyta sig í þrístökki. 
 • 4 stökk mæld í öllum flokkum. 1 æfingastökk áður en keppni hefst. 
 • Séu keppendur fleiri en 25 mun hópnum verða skipt upp. 
 • 11 ára bæði kyn: Svæði A 7-8 m frá gryfju, svæði B 5,50-6,50 m frá gryfju. 
 • 12 ára bæði kyn: Svæði A 8-8,50 m frá gryfju, svæði B 6,50-7 m frá gryfju. 
 • 13 ára bæði kyn: Svæði A 8-8,50 m frá gryfju, svæði B 7-7,50 frá gryfju. 
 • 14 ára piltar: Planki A 9 m frá gryfju, planki B 7 m frá gryfju. 
 • 14 ára stúlkur: Planki A 8 m frá gryfju og planki B 7 m frá gryfju. 
 • 15 ára piltar: Planki A 9 m frá gryfju og planki B 8 m frá gryfju 
 • 15 ára stúlkur: Planki A 9 m frá gryfju og planki B 7 m frá gryfju. 
 • 16 -18 ára piltar: Planki A 11 m frá gryfju og planki B 9 m frá gryfju. 
 • 16-18 ára stúlkur: Planki A 9 m frá gryfju og planki B 8 m frá gryfju. 

 

Hástökksreglur:

 • Stokkið er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ, þrjár tilraunir við hverja hæð. 
 • Séu keppendur fleiri en 25 í hástökki mun hópnum verða skipt upp eftir stafrófsröð. 
 • Byrjunarhæðir og hækkanir: 
 • 11 ára bæði kyn: 0,90m , 1,00 m, 1,07 m,  1,14 m, 1,19 m, 1,24 m, 1,27 m, 1,30 m. 
 • 12 ára bæði kyn: 0,95m, 1,05 m, 1,12 m, 1,19 m, 1,26 m, 1,31 m, 1,36 m, 1,41 m, 1,44 m, 1,47 m. 
 • 13 ára bæði kyn: 1,05 m, 1,15 m, 1,22 m, 1,29 m, 1,36 m, 1,41m , 1,46 m, 1,51 m, 1,54 m, 1,57 m. 
 • 14 ára piltar: 1,10 m, 1,20 m,  1,27 m, 1,34 m, 1,41 m, 1,46 m, 1,51 m, 1,56 m, 1,59 m, 1,62 m. 
 • 14 ára stúlkur: 1,10 m, 1,20 m, 1,27 m, 1,34 m, 1,39 m, 1,44 m, 1,47 m, 1,50 m. 
 • 15 ára piltar: 1,30 m, 1,40 m, 1,47 m, 1,52 m, 1,57 m, 1,62 m, 1,65 m, 1,68, 1,71 m. 
 • 15 ára stúlkur: 1,15 m, 1,25 m, 1,32 m, 1,37 m, 1, 42 m, 1,47 m, 1,52 m, 1,55 m, 1,58 m. 
 • 16-18 ára piltar: 1,40 m, 1,50 m, 1,57 m, 1,64 m, 1,69 m, 1,74 m, 1,77 m. 
 • 16-18 ára stúlkur: 1,20 m, 1,30 m, 1,37 m, 1,42 m, 1,47 m, 1,52 m, 1,55 m. 

 

Spretthlaup:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ. 
 • Keppt verður í undanrásum í öllum hlaupum. Síðan eru úrslit. 
 • Ef keppendur í undanrásum eru fleiri en 18 þá verður keppt í A og B úrslitum, 16 bestu tímarnir fara í úrslit, keppandi í B úrslitum getur unnið hlaupið. 
 • Keppendur 18 og færri þá fara 6 bestu tímar í úrslit. 
 • Ef keppendur eru 6 eða færri í flokki þá verður hlaupið beint úrslitahlaup. 
 • 11 ára bæði kyn 60 m. 
 • 12 ára bæði kyn 60 m. 
 • 13 ára bæði kyn 100m. 
 • 14 ára bæði kyn 100 m. 
 • 15 ára bæði kyn 100 m. 
 • 16 ára og eldri bæði kyn 100 m. 

 

600m hlaup:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ. 
 • Tímar gilda hjá öllum aldurshópum, engin úrslitahlaup. Raðað í riðla eftir tímum. 
 • 11, 12, 13 og 14 ára bæði kyn 600 m. 

 

800m hlaup:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ. 
 • Tímar gilda hjá öllum aldurshópum, engin úrslitahlaup. Raðað í riðla eftir tímum. 
 • 15, 16-18 ára bæði kyn 800 m. 

 

4x100m boðhlaup:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ. 
 • Skráning í boðhlaup skal fara fram á föstudeginum. Raðað tilviljanakennt (e. random) í riðla. 
 • 11, 12, 13, 14, 15, 16-18 ára bæði kyn 4x100 m. 

 

Kúluvarp:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ 
 • Séu keppendur fleiri en 25 í Kúluvarpi mun hópnum verða skipt upp eftir stafrófsröð. 
 • 11 ára bæði kyn 2 kg. kúla 
 • 12 til 13 ára piltar 3 kg. kúla 
 • 12 til 13 ára stúlkur 2 kg. kúla 
 • 14 til 15 ára piltar 4 kg. kúla 
 • 14 til 15 ára stúlkur 3 kg. kúla 
 • 16 til 17 ára piltar 5 kg. kúla 
 • 16 til 17 ára stúlkur 3 kg. kúla 
 • 18 ára piltar 6 kg. kúla 
 • 18 ára stúlkur 4 kg. kúla 

 

Spjótkast:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ. 
 • Séu keppendur fleiri en 25 í spjótkasti mun hópnum verða skipt upp eftir stafrófsröð. 
 • 11 til 13 ára bæði kynin 400 gr spjót 
 • 14 til 15 ára piltar 600 gr spjót 
 • 14 til 15 ára stúlkur 400 gr spjót 
 • 16 til 17 ára piltar 700 gr spjót 
 • 16 til 17 ára stúlkur 500 gr spjót 
 • 18 ára piltar 800 gr spjót 
 • 18 ára stúlkur 600 gr spjót 

 

Kringlukast:

 • Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ 
 • Séu keppendur fleiri en 25 í kringlukasti mun hópnum verða skipt upp eftir stafrófsröð. 
 • 13 ára piltar 600 g kringla 
 • 13 ára stúlkur 600 g kringla 
 • 14 ára piltar 1,0 kg kringla 
 • 14 ára stúlkur 600 g kringla 
 • 15 ára piltar 1,0 kg kringla 
 • 15 ára stúlkur 600 gr kringla 
 • 16 til 17 ára piltar 1,5 kg kringla 
 • 16 til 17 ára stúlkur 1 kg kringla 
 • 18 ára piltar 1,75 kg kringla 
 • 18 ára stúlkur 1 kg kringla 

 

 

Glíma

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 12 ára strákar 
 • 13 - 14 ára strákar 
 • 15 - 16 ára strákar 
 • 17 - 19 ára strákar 
 • 11 - 12 ára stelpur
 • 13 - 14 ára stelpur 
 • 15 - 16 ára stelpur 
 • 17 - 18 ára stelpur
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Reglur Glímusambands Íslands (GLÍ).

Golf

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 13 ára strákar rauður teigur,  9 holur. 
 • 14 - 15  ára strákar gulur tekur, 18 holur. 
 • 16 - 18 ára strákar gulur teigur, 18 holur. 
 • 11 - 13 ára stelpur rauður teigur, 9 holur. 
 • 14 - 15 stelpur rauður teigur, 18 holur.
 • 16 - 18 stelpur rauður teigur, 18 holur. 

Keppnisfyrirkomulag:

 • Höggleikur án forgjafar. 
 • Punktakeppni með forgjöf. 

Reglur: 

Mæting er í golfskálann a.m.k. hálftíma fyrir auglýstan rástíma (sem ætti að koma á netið um 21:00 kvöldið fyrir keppni. 

Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti þá yrði 1. holan leikin aftur í bráðabana. Þar til úrslit ráðast. 

Almennir keppnisskilmálar GSÍ gilda á mótinu. 

Hámarksfjöldi keppenda er 52

Flokkar 14 - 15 ára og 13 ára og yngri: 

Kylfuberar eru heimilir, sbr. 8. lið almennra keppnisskilmála GSÍ og golfreglu 6-4. 

Kylfuberi má einungis bera/draga útbúnað leikmanns og veita honum ráð samkvæmt golfreglum. Önnur afskipti algjörlega óheimil. 

Kylfuberi skal aldrei hafa orð fyrir keppanda og skal halda öllum samskiptum við aðra keppendur í algjöru lágmarki. 

Kylfuberi og leikmaður hans geta að sjálfsögðu ráðfært sig hvor við annan um einstök atvik í ráshópnum á hófstilltan og lítið áberandi hátt, en það er ávallt kylfingur sem tjáir sig við aðra keppendur. 

Höfum það hugfast að golfleikur krefst mikillar einbeitingar og að minnsta áreiti getur komið keppanda úr jafnvægi. 

Brot á framangreindu geta leitt til brottvikningar kylfubera eftir aðvörun dómar. 

Brot á þessum reglum eru víti. 

Götuhjólreiðar

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Stúlkur 11 - 14 ára 10 km  
 • Drengir 11 - 14 ára 10 km  
 • Stúlkur 15 - 19 ára 20 km  
 • Drengir 15 - 18 ára 20 km 
   

Keppnisfyrirkomulag: 

Keppendur mæta ekki síðar en hálftíma fyrir ræsingu og fá öryggisvesti með númeri. 

Allir keppendur verða ræstir á sama tíma. 

Yngri flokkur hjólar 5.0 km. snýr við á móts við afleggjara að bænum Álftadæl og hjólar sömu leið til baka. 

Eldri flokkur hjólar 10,0 km. snýr við á móts við afleggjara að Vorsabæjarvegi og hjólar sömu leið til baka.

Reglur:

Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni. 

Allir keppendur fá afhent öryggisvesti með númeri og verða að hjóla í því allan tímann með númerið vel sýnilegt. 

Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur. 

Allir keppendur skulu hafa blikkandi ljós aftan á reiðhjólum. 

Reiðhjólið skal hafa fram- og aftur bremsur í lagi auk alls annars öryggisbúnaðar. 

Hjóla skal alla leiðina á sama hjóli. Keppandi má þó skipta um hluti ss. dekk, slöngur og gjarðir í keppni. Utanaðkomandi aðstoð er ekki leyfð. 

Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því, t.d. standari, bögglaberi, bretti o.s.frv. sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur. 

Hjólið skal drifið af mannafli, en ekki raforku, eða öðrum hreyflum. 

Ekki er leyfilegt að nýta sér skjól (e. draft) af utanað komandi farartæki. 

Keppnin fer fram á opnum vegum og ber keppendum að virða umferðarreglur öllum stundum, t.d. þegar bílum er mætt, þegar hjólað er út á akbraut og á snúningspunkti. Keppendur mega ekki hjóla á móti umferð og fara yfir miðlínu vegar. 

Keppandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum keppendum eða vegfarendum í hættu. Keppendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun. 

Hægfara keppandi skal alltaf víkja (til hægri) fyrir hraðari keppendum. 

Hestaíþróttir

Aldurs - og kynjaflokkar:

Einn kynjaflokkur 

 • 11 - 14 ára 
 • 15 - 18 ára 

Keppnisfyrirkomulag:

 • 11 - 14 ára Tölt T7.  
 • 11 - 14 ára Fjórgangur V5. 
 • 15 - 18 ára Tölt T3.  
 • 15 - 18 ára Fjórgangur V2. 
 • 15 - 18 ára Fimmgangur F2. 

Reglur:

Keppt eftir reglum Landssambands hestamanna (LH).

Íþróttir fatlaðra

Nokkrar greinar í sundi og frjálsum íþróttum eru sérmerktar sem íþróttir fatlaðra. Reikna má með að flokkar verði sameinaðir t.d. flokkar hreyfihamlaðra og flokkar blindra og sjónskertra. Iðkendur með þroskahömlun keppa í einum flokki.

Keppendur með fötlun geta að sjálfsögðu tekið þátt í öðrum íþróttagreinum og eru hvattir til að gera það. Margar greinanna henta fyrir alla og er gert ráð fyrir því að þátttakendur kynni sér og prófi nýjar áskoranir. Geta má þess, að í pílukasti er sérhannað spjald fyrir keppendur sem eru í hjólastól.

Sund

 • 50m. / 100m. bringusund (veljið annaðhvort)
 • 50m. / 100m. skriðsund (veljið annaðhvort)
 • 50m. baksund
 • 50m. flugsund
 • 100m. fjórsund

 

Frjálsar íþróttir

 • 60m. / 100m. hlaup (veljið annaðhvort)
 • 600m. hlaup
 • Langstökk
 • Kúluvarp

Fyrirkomulag:

Keppendur eða fulltrúi þeirra skal mæta í nafnakall 30 mín. fyrir upphaf keppni. 

Ef keppandi/fulltrúi mætir ekki í nafnakall fellur keppnisréttur niður. 

Gengið er  inn á völlinn 30 mín. fyrir upphaf keppni frá nafnakallstjaldi. 

Ef keppendur eru yfir 20 (25) þá er skipt í tvo hópa. 

Langstökk: Allir keppendur fá eitt æfingastökk og fjögur stökk mæld. 

Kúluvarp: Allir keppendur fá eitt æfingakast og fjögur köst mæld. 

Spretthlaup: Keppt verður í undanrásum ef þurfa þykir.

Ef keppendur eru 6 eða færri í flokki þá verður hlaupið beint úrslitahlaup. 

600m hlaup: Tímar gilda, ekkert úrslitahlaup. 

Knattspyrna

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 12 ára strákar 
 • 13 - 14 ára strákar 
 • 15 - 16 ára strákar 
 • 17 - 18 ára strákar 
 • 11 - 12 ára stelpur 
 • 13 - 14 ára stelpur 
 • 15 - 16 ára stelpur 
 • 17 - 18 ára stelpur
   

Keppnisfyrirkomulag:

 • 11 - 12 ára (5 í liði en 8 í hóp)
 • 13 - 14 ára (5 í liði en 8 í hóp)
 • 15 - 16 ára (5 í liði en 8 í hóp) 
 • 17 - 18 ára (5 í liði en 8 í hóp)

Ekkert mál er að skrá fleiri í hvert lið en gefið er upp. Fjöldinn miðast við fjölda verðlaunapeninga sem áætlaður er á verðlaunasæti.  

Allir vellir eru jafn stórir.   45 x 25/30 mtr. 

Leiktími er 2x12 mín.

Leikir hefjast á heilum og hálfum tíma. 

Heildarfjöldi í hverjum leikmannahópi er 8.

Hver leikmaður má einungis leika með einu liði. 

Sé lið uppvíst að spila með ólöglegan leikmann tapar liðið viðkomandi leik 3-0 og getur viðkomandi lið og leikmaður ekki unnið til verðlauna. 

Ef lið mætir ekki til leiks innan fimm mínútna þá tapast leikurinn 3-0.

 

Reglur:

 1. Lið skulu tilgreina forráðamann / þjálfara og skal hann fylgja liðinu í alla leiki.

 2. Fái leikmaður rautt spjald í leik er hann útilokaður frá leiknum og liðið spilar færra í 2 mínútur.  Eftir þann tíma getur nýr leikmaður komið inná leikvöllinn og jafnt er orðið í liðum.

 3. Fái leikmaður tvö rauð spjöld í móti er leikmaður útilokaður frá frekari keppni. Rauð spjöld eru skráð með merkingu á armband keppanda.

 4. Fyrir hvern leik skoðar dómari armband keppenda og staðfestir þátttöku.

 5. Dómari getur óskað eftir því að leikmaður eða liði verði vísað frá keppni verði aðilar innan liðsins vísir að óíþróttamannslegri háttsemi, orðbragði eða mjög grófum brotum.

 

Monrad kerfi

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. Kefið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Kökuskreytingar

TÍMASETNINGAR

Kl. 16:00 byrja allir flokkar í einstaklingskeppni. 

Kl. 16:15 - 17:15. 11 - 12 ára lið. 

Kl. 16:30 - 17:30. 13 - 14 ára lið. 

Kl. 16:45 - 17:45. 15 - 18 ára lið. 

Verðlaunaafhending er kl. 18:00

Dæmt er eftir frumlegheitum og heildarútliti. Velgefið er fyrir skapandi og notkun á hráefnum. 

Aldurs - og kynjaflokkar:

Einn kynjaflokkur.

Einstaklings og liðakeppni:

11 - 12 ára 

13 - 14 ára 

15 - 18 ára 

Þema keppninnar er: 

Eldgos og flugeldasýning.

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.  Þátttakendum er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.

Keppendur þurfa að koma með áhöld með sér að heiman.

Kökurnar eru settar á smjörpappír, en keppendur geta komið með sína diska að heiman.

Keppendur fá klukkustund til að vinna að skreytingunni.

Hægt er að keppa sem einstaklingar eða í tveggja manna liðum og veitt eru verðlaun hvoru tveggja í flokki einstaklinga og lið flokki.

Keppendur fá á staðnum:

 • Einn hringlaga kökubotn, um 16cm í þvermál.
 • Smjörkrem, hvítt krem. 
 • Kökuskraut, kókosmjöl.

Keppendur (þurfa) að koma með:

 • Áhöld til skreytinga sem henta hverjum og einum t.d. stútar, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífar, skæri, gafflar og hvers kyns skreytingatól. 
 • Liti til að lita krem, gott er að hafa skál og skeið til að blanda. 
 • Alls konar kökuskraut. 
 • Ekki er heimilt að vera með tilbúnar myndir til skreytinga. 
Körfubolti

KÖRFUBOLTI LIÐ

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 12 ára strákar 
 • 13 - 14 ára strákar 
 • 15 - 16 ára strákar (spilað á eina körfu 3 á 3) 
 • 17 - 18 ára strákar (spilað á eina körfu 3 á 3) 
 • 11 - 12 ára stelpur 
 • 13 - 14 ára stelpur 
 • 15 - 16 ára stelpur ( spilað á eina körfu 3 á 3) 
 • 17 - 18 ára stelpur (spilað á eina körfu 3 á 3) 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Leiktími er 2x12 mín. 

Frjálsar innáskiptingar. 

4 villur. 

Fjöldi leikmanna inná: 

 • 11 - 12 ára (4 í liði). Leiktími 2x10 mínútur. 
 • 13-14 ára (5 í liði).

Heildarfjöldi í hverjum leikmannahópi er 8 nema í 11 - 12 ára, þar er hámark 7 leikmenn í hópi. Hver leikmaður má einungis leika með einu liði. Sé lið uppvíst að spila með ólöglegan leikmann tapar liðið viðkomandi leið 30-0 og getur viðkomandi lið og leikmaður ekki unnið til verðlauna. 

Ef lið mætir ekki til leiks innan fimm mínútna þá tapast leikurinn 10-0.

Leikið er eftir reglur KKÍ. 

Spilað er á eina körfu 3 móti 3.

15 - 16 ára og 17 - 18 ára (3 í liði).

Heildarfjöldi í hverjum leikmannahópi er 4. Hver leikmaður má einungis leika með einu liði. Sé lið uppvíst að spila með ólöglegan leikmann tapar liðið viðkomandi leik 21-0 og getur viðkomandi lið og leikmaður ekki unnið til verðlauna.

Leikið eftir reglum FIBA um 3 á 3 mót. Leikið er upp í 21 eða hámarki 10 mínútur.

Ef lið mætir ekki til leiks innan fimm mínútna þá tapast leikurinn 10-0.

Smellið hér til þess að kynna ykkur reglur. 

Monrad kerfi

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. Kefið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Mótokross

ATH því miður er búið að aflýsa keppni í mótokrossi.

Vegna veðuraðstæðna og rigninga er völlurinn gjörsamlega óforsvaranlegur.

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 6 - 8 ára flokkur 50cc MSÍ sýning. 
 • 8 - 10 ára flokkur 65cc MSÍ sýning. 
 • 10 - 11 ára flokkur 85cc MSÍ sýning. 
 • 11 - 14 ára flokkur 85cc sT / 150cc 4T hjólum.
 • 14 - 18 ára flokkur 125cc 2T / 250cc 4T.

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Keppnisfyrirkomulag er þannig að keyrð er 15 mín tímataka og þrjár umferðir í hverjum aldursflokki. 

10 mín + 2 hringir hver umferð. 

Samanlögð stig samkvæmt keppnisreglum MSÍ gilda að loknum þremur umferðum. 

Sjá frekari upplýsingar um reglur hér

Pílukast

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Strákar 11 - 18 ára 
 • Stelpur 11 - 18 ára
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Við ætlum að keppa í einföldum og skemmtilegum píluleik, byrjendur sérstaklega velkomnir. 

Keppendur fá að kasta þrisvar sinnum þremur pílum, í heildina níu pílur. 

Markmiðið er að skora sem flest stig, hægt er að reyna eins oft og maður vill, á hvaða tíma sem er föstudag milli 12:00 og 17:00.

Það verður sérstakt kennslu- og æfingaspjald þar sem hægt er að prófa áður en að tekið er þátt í keppninni.

Rafíþróttir

Aldursflokkar:

LoL 1v1 Blandaður kynjaflokkur 11 - 13 ára. Einstaklingskeppni. Hámark 16 þáttakendur. 

LoL 1v1 Blandaður kynjaflokkur 14 - 18 ára. Einstaklingskeppni. Hámark 16 þátttakendur. 

RL Blandaður kynjaflokkur 11 - 13 ára. Liðakeppni (2). Hámark 16 þátttakendur. 

RL Blandaður kynjaflokkur 14 - 18 ára. Liðakeppni (2). Hámark 16 þátttakendur. 

CSGO 1v1 Blandaður kynjalokkur 14 - 18 ára. Einstaklingskeppni. Hámark 16 þátttakendur. 

Keppnisfyrirkomulag:

League of Legends 1v1 Blind Pick. Einstaklingar

Einstaklingskeppni. 

16 einstaklingar hámark (í hvorum aldurshóp)

Spilað er á EUW server

Keppt er í fjórum riðlum. Tveir stigahæstu úr hverjum riðli fara áfram í 8 manna úrslit.

Sigurvegari ákvarðast ef eitt af þessum skilyrðum er uppfyllt. First Blood/Fyrstur upp í 100CS/Fyrstur að taka niður einn tower. Leiktími 15 min max, ef hvorugur keppendanna hefur sigrað eftir þann tíma, endar leikurinn í jafntefli.

Það er spilað "best of one" í allri keppninni, nema úrslitaleik þá er spilað "best of 3".

Rocket League 2v2 

Tveggja manna lið.

6 lið hámark (í hverjum riðli) - mest 8 riðlar eykst með skráningu.

Keppt er í allt að átta riðlum. Tveir stigahæstu úr hverjum riðli fara áfram í 8 manna úrslit ef keppt er í færri en 4 riðlum en annars fer stigahæsta liðið áfram í úrslit. 

Það er spilað best of one í allri keppninni, nema úrslitaleik þá er spilað best of 3.

Spilað er á EU server

CSGO 1v1 Elimination AIM AK/M4.

Einstaklingskeppni. 

16 einstaklingar hámark (í hvorum aldurshóp)

Keppt er í fjórum riðlum. Tveir stigahæstu úr hverjum riðli fara áfram í 8 manna úrslit.

Sigurvegari telst sá sem fyrstur nær 16 umferðum/roundum.

Spilaðar eru 30 umferðir/rounds að hámarki. Skipt er um vallarhelming eftir 15 umferðir/rounds.

Séu spilarar jafnir að 30 umferðum/round’um loknum er jafntefli. Í úrslitakeppni er framlengt um 2x3 umferðir/rounds, þar til eftir stendur sigurvegari.

Það er spilað best of one í allri keppninni.

Spilað verður á EUW.

Reglur:

Ef að keppandi lemur í borð eða tölvubúnað verður honum vísað úr keppni án viðvörunar.

Ef að keppandi sýnir öðrum keppanda, dómara eða öðru starfsfólki mótsins ókurteisi, er honum vísað úr keppni án viðvörunar.

Skák

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Einn kynjaflokkur 
 • Aðalflokkur 11 - 14 ára 
 • Aðalflokkur 15 - 18 ára 
 • Opinn flokkur 11 - 14 ára 
 • Opinn flokkur 15 - 18 ára
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Við skráningu þarf að koma fram skákstig ef það er til og hvort keppa eigi í aðalflokki eða opnum flokki. 

Aðalflokkur:

Teflt með skákklukkum og umhugsunartími er 10 mínútur á mann í hverri umferð. 

Í þessum flokki verður teflt samkvæmt öllum hefðbundnum skákreglum sem gilda á skákmótum. 

Opinn flokkur:

Teflt án þess að nota skákklukkur. Líklega verða tefldar 7 umferðir og tekur hver umferð jafn langan tíma og í aðalflokknum, það er 20 mínútur. Að þeim tíma liðnum meta þátttakendur stöðuna sjálfir, það er að segja hvort annar hefur unnið eða skákin sé jafntefli. Komi þeir sér ekki saman um niðurstöðuna mun sérgreinastjóri ásamt aðstoðarmanni dæma um úrslit. Aðeins verður gerð krafa um að þátttakendur kunni mannganginn til að geta tekið þátt í opnum flokki. 

Stafsetning

ATH keppnin fer fram á annarri hæð laugardaginn 30. júlí í FSu kl. 16:00. 

Keppendur eru hvattir til að mæta kl. 15:45. 

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Einn kynjaflokkur 
 • 11 - 12 ára 
 • 13 - 14 ára 
 • 15 ár og eldri
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Lesinn texti með eyðufyllingum og skrifaður texti. 

Strandblak

UPPLÝSINGAR UM LIÐ

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 12 ára strákar 
 • 13 - 14 ára strákar 
 • 15 - 16 ára strákar 
 • 17 - 18 ára strákar 
 • 11 - 12 ára stelpur 
 • 13 - 14 ára stelpur 
 • 15 - 16 ára stelpur 
 • 17 - 18 ára stelpur
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Allir leikir eru 2 x 6 mín. 

Lengd leikja gæti þó verið endurskoðuð eftir þátttöku. 

Skipt er um vallarhelming á 6 mínútna fresti.  

Ef liðin eru jöfn eftir 12 mín. þá er spilað úrslitastig. 

Ef lið mætir ekki til leiks innan þriggja mínútna þá tapast leikurinn 10-0.

Mæti hvorugt lið til leiks er kastað upp á það hvort liðið vinnur og hvort tapar. 

Hvert lið má vera skipað þremur leikmönnum en aðeins 2 eru inn á í einu. 

Leyfilegt er að skipta um leikmann þegar skipt er um vallarhelming. 

Monrad kerfi

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. Kefið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Strandhandbolti

UPPLÝSINGAR UM LIÐ

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 12 ára strákar 
 • 13 - 14 ára strákar 
 • 15 ára og eldri strákar 
 • 11 - 12 ára stelpur 
 • 13 - 14 ára stelpur 
 • 15 ára og eldri stelpur
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Strandhandbolti er mjög einföld útgáfa af venjulegum handbolta, allir geta verið með. 

Fjórir eru saman í liði en mega vera fleiri því fjöldi varamanna má vera frá 0 - 4. 

Strandhandbolti er orðinn gríðarlega vinsæll um allan heim og er meðal keppnisgreina á Ólympíuleikum. 

Strandhandbolti hentar því vel öllum þó svo þeir hafi aldrei æft eða stundað venjulegan handbolta. 

Ef lið mætir ekki til leiks inna þriggja mínútna þá tapast leikurinn 10-0.

Völlurinn:

Völlurinn er heldur minni en venjulegur handboltavöllur eða 20x10m. Liðin hafa skiptisvæði sitthvoru megin við völlinn. Útileikmenn mega fara útaf vellinum og inná hvar sem er á skiptisvæðinu en markmaður verður að fara inná völlinn á sérstöku skiptisvæði við enda vallarins. Markmaðurinn má þó fara út af vellinum alls staðar á skiptisvæði liðsins.

Leikmenn:

Í upphafi leiks eru 4 leikmenn inn á í hvoru liði. Skylda er að hafa alltaf einn merktan markmann inn á. 

Markaskor:

Helsti munurinn frá venjulegum handbolta er sá að þegar markmaður skorar gildir það tvö mörk. Falleg mörk geta einnig gefið tvö mörk en það er mat dómara hverju sinni. Til þess þarf þó að sýna frumleika og sérstaka tilburði. Ef lið skorar úr víti gildir það ávallt sem tvö mörk. 

Refsingar:

Fyrir gróf brot er hægt að reka útaf. Leikmaður sem er rekinn út af þarf að vera út af þangað til liðið hans fær boltann aftur. Ef leikmaður fær tvær brottvísanir í sama leik jafngildir það útilokun frá leiknum. 

Leiktími:

Leikið er í 2 x 5 mín. Leikurinn hefst með uppkasti dómara. 

Bráðabani

Í bráðabana stendur leikmaður á vítateigslínu og markmörður á marklínu. Leikmaður sendir á markvörð og hefur markvörður 3 sek. til að senda aftur á leikmanninn. Leikmaðurinn reynir þá að skora í mark andstæðingsins þar sem eingöngu markvörður andstæðinganna má reyna að varna því. Knötturinn má ekki koma við jörðu fyrr en eftir skot leikmanns, annars telst það ekki gilt mark. Liðin fá að skjóta til skiptis þar til annað liðið skorar. 

Monrad kerfi

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. Kefið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Sund

UPPLÝSINGAR UM RIÐLA

TÍMASEÐILL Í SUNDI

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • 11 - 12 ára sveinar og meyjur
 • 13 - 14 ára drengir og telpur
 • 15 - 18 ára piltar og stúlkur

Keppnisgreinar/reglur: 

100m bringusund.

100m skriðsund.

50m baksund.

50m flugsund.

100m fjórsund.

Barnaleikar 10 ára og yngri.

4x50m skriðsund 

Keppnisfyrirkomulagið er hefðbundið og reglur SSÍ gilda. Þó ekki í boðsundum þar sem skrá má á staðnum, blanda saman félögum og helmingur sveitar má koma úr yngri aldursflokkum.

Taekwondo

Aldurs - og kynjaflokkar:

Cadet er 12 - 14 ára og junior er 15 - 17 ára.

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Keppt er eftir reglum World Taekwondo (WT). 

Keppt á taekwondo dýnum á velli sem er 10x10 m. 

Bardagi er 3 lotur sem eru 1:30 með 30 sek. hvíld á milli. 

Keppt verður með Daedo Gen 2 skor kerfi og er stigagjöf eftirfarandi:

 • 1 stig fyrir löglegt högg 
 • 2 stig fyrir löglegt spark í brynju 
 • 3 stig fyrir löglegt spark í hjálm 
 • 4 stig fyrir snúnings spark í brynju 
 • 5 stig fyrir snúnings spark í hjálm 

Refsistig eru eftirfarandi:

 • fara út af velli 
 • detta 
 • sparka fyrir neðan belti 
 • grípa í einstakling 
 • hrinda án þess að sparka 
 • hrinda út af vellinum 
 • grípa eða halda í fætur á andstæðingi 
 • sýna óíþróttamannslega hegðun
   

Mótmæli: 

Hefðbundin mótmæli þjálfara skv. keppnisreglum WT (video replay). Myndbandsupptökur annarra en mótsstjórnar, ef um slíkt er að ræða, eru ekki heimilar í tengslum við mótmæli. Úrskurður bardagastjóra er endanlegur og honum verður ekki áfryjað. 

Hlífðarbúnaður: 

Mótsstjórn útvergar Daedo rafbrynjur og hjálma. 

Keppendur þurfa að mæta með eigin hlífar og þar með talið daedo raftáslur. 

Eftir farandi hlífar eru skylda: 

 • Sköflungshlíf. 
 • Upphandlegshlíf. 
 • Hanskar. 
 • Klofhlíf. 
 • Tannhlíf. 

Keppendur með ófullnægjandi hlíðarbúnað fá ekki heimild til keppni. 

Heimilt er að keppa með allan þann keppnisbúnað sem leyfilegur er skv. keppnisreglum WT. 

Upplestur

Aldurs - og kynjaflokkar:

 • Einn kynjaflokkur 
 • 11 - 12 ára 
 • 13 - 14 ára 
 • 15 ára og eldri
   

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Keppendur velja sér sjálfir texta. Annars vegar óbundinn texta úr bók eftir íslenskan höfund. Lengd textans skal vera u.þ.b. 300 orð. Hins vegar ljóð eftir íslenskan höfund að lengd 8-16 línur. Keppendur lesa ljóðið í kjölfar óbundna textans. 

Dómarar meta hve áheyrilegur textinn er og horfa þá einkum til: Blæbrigða, skýrmælgi, viðeigandi þagna, áherslna, tjáningar eftir efni og sambands við áhorfendur. Einnig er horft til líkamsstöðu og framkomu keppanda. 

Keppendur kynna sig í upphafi lesturs og gera grein fyrir hvaða texta þeir flytja. 

Verðlaunaafhending fer fram klukkutíma eftir að allir keppendur hafa lokið lestri.